Augnháralengingar - Leiðbeiningar

Skref 1: Þrífðu náttúrulegu augnhárin þín með olíulausum farðahreinsi og passaðu að ekkert lím eða maskari sé á augnhárunum. Mælum með að nota augnhára shampoo-ið okkar. Gott ráð er að nota augnhárabrettara áður en þú límir gerviaugnhárin á. 

Skref 2: Settu „bond“ á augnhárin þín, alveg upp við rótina og bíddu í 30-60 sekúndur. Þetta skref er hægt að endurtaka til að augnhárin haldist lengur.  

Skref 3: Notaðu töngina til þess að taka augnhárin upp úr boxinu. Klemmdu alveg við bandið á augnhárunum og taktu varlega upp. Raðaðu augnhárunum undir þín augnhár, u.þ.b. 1 mm frá votlínu. (Ath., hægt er að nota sömu eða mismunandi lengdir af augnhárum, hægt er að sjá allskonar útfærslur á instragram-inu okkar). 

Skref 4: Aðlagaðu augnhárin með tönginni og klemmdu þau svo þau falli betur að náttúrulegu augnhárunum þínum. 

Skref 5: Til þess að augnhárin haldist sem lengst á og augnhárin séu ekki klístruð er „sealant“ sett yfir „bond“. Notið endann á greiðunni til þess að setja „sealant“ á augnhárin og greiddu svo í gegnum þau. 

Skref 6: Leyfðu augnhárunum að þorna í um það bil 30-60 sekúndur, klemmdu svo aftur saman með tönginni (ath., augnhárin haldast lengur á ef þau eru klemmd saman daglega). Forðastu að bleyta augnhárin næstu 24 klukkustundirnar og njóttu svo næstu vikuna með nýju augnhárin þín. 

Hvernig skal taka augnhárin af 

Skref 1: Settu „remover“ á augnhárin og bíddu í 20-30 sekúndur. Fjarlægðu síðan augnhárin með því að taka í bandið á augnhárunum.  

Skref 2: Hægt er að endurnýta augnhárin ef þau eru skoluð með vatni og þurrkuð.  

Aftur á bloggið