Skref fyrir skref leiðbeiningar

elitebeautylashes

Skref 1

Fyrsta skrefið er að setja bond á augnhárin þín, best er að dúmpa bara smá eins nálægt augnhárarótinni og þú getur. Mundu bara að það er betra að nota minna en meira!

elitebeautylashes

Skref 2

Næst er að raða gervi augnhárunum á þín augnhár. Þið ráðið alfarið lengdunum á augnhárunum sem þið setjið á ykkur.

Passið að setja augnhárin ekki of nálægt augunum og ekki of langt í augnkrókana. Augnhárin eiga ekki að vera óþæginleg !

elitebeautylashes

Skref 3

Þegar þið eruð orðin sátt með augnhárin og þau eru ekki að valda neinum óþægindum þá klemmið þið augnhárin saman við ykkar augnhár

elitebeautylashes

Skref 4

Fjórða og síðasta skrefið er svo að setja "sealant"yfir bond-ið, nóg að dúmpa bara þarft ekki að greiða í gegnum augnhárin

Algengar spurningar

Skemma augnháralengingarnar augnhárin mín?

Nei, ef þú ferð vel með augnháralengingarnar og tekur þau skynsamlega af með removernum okkar þá haldast þín augnhár alveg heil undir!

Hversu lengi haldast augnhárin á?

Ef farið er eftir leiðbeiningum og passað að nota ekki vörur með olíu í kringum augun þá haldast þau á í allt að 7 til 10 daga!

Getur hver sem er sett augnháralengingarnar á sig?

Já, svo lengi sem þú ert með ágætis sjón og smá þolinmæði þá geta allir lært að setja á sig augnháralengingar. Gott að muna að það er ekkert stress og þú getur tekið þinn tíma í að setja augnhárin á.

Eftir 2-3 skipti ertu orðin sérfræðingur og þá tekur þetta ekki nema 5-10 mínútur!

Hver er munurinn á þessum augnháratýpum?

Við erum með þrjár mismunandi týpur af augnhárum og helsti munurinn er hversu þétt augnhárin lýta út á augunum þínum.

  • Natural augnhárin eru mjög líkt og að vera með maskara nema getur gert þau lengri og þéttari en þín augnhár
  • Volume augnhárin eru þéttari og augnhárin fara í kross
  • Classic týpan eru náttúruleg augnhár en smá fluffy.

elitebeautylashes

Hvernig á að taka augnhárin af

Ef það eru einhverjar spurningar, ekki hika við að senda á okkur!